Jóhann L. Helgason
Þá eru þessar ekki alveg svo óvæntu en snöggsoðnu kosningar til Alþingis Íslendinga afstaðnar. Skytturnar þrjár Kristrún, Þorgerður og Inga eru sigurvegarar kosninganna og það með afgerandi hætti.
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, hinir væntanlegu stjórnarandstöðuflokkar, koma laskaðir frá þessum kosningum og þá alveg sérstaklega Framsóknarflokkurinn sem rétt náði inn á þing eftir að hafa verið úti í kuldanum um skeið. Þriðji stjórnarflokkurinn, VG, var í algerum sérflokki í þessum kosningum og alveg einstaklega duglegur og laginn við að koma sjálfum sér fyrir kattarnef, fyrst út úr sjálfri ríkisstjórninni og stuttu síðar út af hinu heilaga Alþingi með aðeins rúmlega 2% fylgi.
Það mun fara í sögubækurnar.
Og núna
...