Hitamet desembermánaðar var ekki í hættu í hitabylgjunni sem gekk yfir landið um helgina.
Svona hlýtt loft heimsækir okkur endrum og sinnum í desember. Skyndifletting stingur upp á að það gerist á 7-8 ára fresti að jafnaði, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur í pistli á Moggablogginu.
Á sunnudagskvöldið fór hitinn í 17,6 gráður á tveimur veðurstöðvum þ.e. í Siglufirði og á Sauðanesvita við Siglufjörð. Í Héðinsfirði mældist hitinn 17,2 stig. Í gær fór hitinn hæst á Sauðanesvita, í 17 gráður, 16,2 gráður á Seyðisfirði og 16,1 gráðu á Akureyri.
Trausti rifjar upp að fyrir fimm árum, í desemberbyrjun 2019, kom lítið eitt hlýrra loft yfir landið. Þá urðu þau tíðindi að landsmánaðarhitamet var sett í Kvískerjum í Öræfum og hiti á fleiri stöðvum varð hærri heldur en áður hafði mælst
...