Baudenbacher misskilur greiningu Stiglitz. Hagkvæmni tryggingar ræðst ekki bara af freistnivanda heldur líka af áhættu og áhættufælni.
Ásgeir G. Daníelsson
Ásgeir G. Daníelsson

Ásgeir G. Daníelsson

Morgunblaðið birti 1. nóv. sl. ritdóm Björns Bjarnasonar um bók Svavars Gestssonar, Það sem sannara reynist. Í ritdóminum gagnrýnir Björn að Svavar „nefnir ekki hlut Carls Baudenbachers dómsforseta í frásögn af niðurstöðum EFTA-dómstólsins“ í Icesave-málinu árið 2013. Því miður nefnir Björn ekki af hverju hann telur það gagnrýnivert að nefna ekki „hlut“ dómsforsetans. Hér á eftir verður fjallað um skilning Baudenbachers á sambandi freistnivanda (e. moral hazard) og trygginga og möguleg áhrif hans á niðurstöðu dómsins.

Baudenbacher og hagfræði trygginga

Í dómi EFTA-dómstólsins er eftirfarandi tilvitnun í grein eftir bandarískan nóbelsverðlaunahafa í hagfræði, Joseph E. Stiglitz: „(Þ)eim mun betur sem fólk er tryggt fyrir tiltekinni tegund óhappa þeim mun minni

...