Ásgeir G. Daníelsson
Morgunblaðið birti 1. nóv. sl. ritdóm Björns Bjarnasonar um bók Svavars Gestssonar, Það sem sannara reynist. Í ritdóminum gagnrýnir Björn að Svavar „nefnir ekki hlut Carls Baudenbachers dómsforseta í frásögn af niðurstöðum EFTA-dómstólsins“ í Icesave-málinu árið 2013. Því miður nefnir Björn ekki af hverju hann telur það gagnrýnivert að nefna ekki „hlut“ dómsforsetans. Hér á eftir verður fjallað um skilning Baudenbachers á sambandi freistnivanda (e. moral hazard) og trygginga og möguleg áhrif hans á niðurstöðu dómsins.
Baudenbacher og hagfræði trygginga
Í dómi EFTA-dómstólsins er eftirfarandi tilvitnun í grein eftir bandarískan nóbelsverðlaunahafa í hagfræði, Joseph E. Stiglitz: „(Þ)eim mun betur sem fólk er tryggt fyrir tiltekinni tegund óhappa þeim mun minni
...