Ágætu lesendur Morgunblaðins, mig langar að leita til ykkar í von um upplýsingar um fjölskyldu sem faðir minn tengdist þegar hann dvaldi á Íslandi í seinni heimsstyrjöldinni. Upplýsingarnar eru afar takmarkaðar en vonandi geta örfáar myndir sem faðir minn lét eftir sig gefið einhverjar vísbendingar
Við vopnageymsluna Þjóðleikhúsið Joseph Mooney og sonur fjölskyldunnar sem hann dvaldist hjá (til hægri), en hann hefur sennilega heitið Ágúst.
Við vopnageymsluna Þjóðleikhúsið Joseph Mooney og sonur fjölskyldunnar sem hann dvaldist hjá (til hægri), en hann hefur sennilega heitið Ágúst.

Margaret Cansdale

Ágætu lesendur Morgunblaðins, mig langar að leita til ykkar í von um upplýsingar um fjölskyldu sem faðir minn tengdist þegar hann dvaldi á Íslandi í seinni heimsstyrjöldinni. Upplýsingarnar eru afar takmarkaðar en vonandi geta örfáar myndir sem faðir minn lét eftir sig gefið einhverjar vísbendingar.

Faðir minn, Joseph Mooney, var yfirmaður (chief petty officer) í breska kaupskipaflotanum en skip hans gegndu því hlutverki á stríðstímanum að skima fyrir tundurduflum við Íslandsstrendur. Hvar hann hafði aðsetur meðan á dvöl hans á Íslandi stóð veit ég ekki en á myndunum má bæði sjá fólk í Reykjavík og úti í sveit. Hann dvaldi að minnsta kosti um eitthvert skeið hjá fjölskyldu þar sem eftirnafnið var sennilega Guðjohnsen eða Guðjónsson.

Ef einhver býr yfir upplýsingum um það fólk eða

...