Friðrik Rafnsson
Jólabókavertíðin svokallaða stendur nú sem hæst. Eins og gengur fylgja henni kostir og gallar. Kosturinn er sá að í bókabúðir streymir slíkur fjöldi bóka af öllu tagi að bókmenntaunnendur fyllast skerandi valkvíða. Einmitt það, magnið sem gefið er út á nokkrum, er gallinn á því fyrirkomulagi sem hér hefur lengi tíðkast. Það kemur niður á umfjöllun um bækurnar. Aðeins er fjallað um hluta þeirra, hinar verða bara að spjara sig og skítt með það þótt ein og ein perlan falli milli skips og bryggju. Þetta er gjörólíkt því sem tíðkast í þeim löndum þar sem ég þekki til, á Norðurlöndunum og í Frakklandi. Sannarlega viss stemning, en meiri plagsiður sem ég held að fáir myndu sakna.
Ríflegur stuðningur við bókaútgáfu
Þetta á ekki síst við um þýðingar. Þær lyfta bókmenntalandslaginu hér á hærra plan og eru á margan
...