Nú er liðin rétt vika síðan formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hófu stjórnarmyndunarviðræður að loknum kosningum. Vel gengur samkvæmt þeim viðtölum sem fjölmiðlar hafa tekið, þó að flest þeirra séu að vísu enn sem komið er við Ingu…
Bergþór Ólason
Bergþór Ólason

Nú er liðin rétt vika síðan formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hófu stjórnarmyndunarviðræður að loknum kosningum.

Vel gengur samkvæmt þeim viðtölum sem fjölmiðlar hafa tekið, þó að flest þeirra séu að vísu enn sem komið er við Ingu Sæland; efnislega segir hún að á milli aðila ríki ofboðslega mikið traust og kærleikur.

Hvaða stefnumálum Flokks fólksins kærleikurinn skilar í stjórnarsáttmálann verður forvitnilegt að sjá. Verða það fyrirframinnheimtir skattar af inngreiðslum í lífeyrissjóði? Eða skattleysi launatekna undir 450 þúsundum? Eða fá öryrkjar og eldri borgarar 450 þúsund á mánuði í ráðstöfunartekjur, skatta- og skerðingalaust? Nú, eða tekst að útrýma fátækt?

Það væri margra hluta vegna áhugavert ef nýkjörið þing væri nú að störfum með það verkefni að klára fjárlög fyrir næsta ár, þá

...

Höfundur: Bergþór Ólason