Métiers d’arts-línunni fyrir haustið 2025 var fagnað með mikilli fegurð í Hangzhou í Kína á dögunum. Markmiðið var að fagna öllu því stórkostlega handverki og hæfileikum sem blómstra innan veggja franska tískuhússins
Lúxus Vatteraður loðjakki og kjóll í dásamlegum grænum lit.
Lúxus Vatteraður loðjakki og kjóll í dásamlegum grænum lit. — Ljósmyndir/CHANEL

Edda Gunnlaugsdóttir

eddag@mbl.is

Métiers d’arts-línunni fyrir haustið 2025 var fagnað með mikilli fegurð í Hangzhou í Kína á dögunum. Markmiðið var að fagna öllu því stórkostlega handverki og hæfileikum sem blómstra innan veggja franska tískuhússins. Hjá Chanel er sérstök deild sem ber heitið „The Maisons d’art“, sem mætti þýða sem Hús listarinnar, og sameinar hundruð handverksmanna sem sérhæfa sig í útsaumi, fjöðrum, gull-, skó- og hattasmíði, plíseringum og skartgripagerð.

Tískusýningin var haldin að nóttu til í þessari sögufrægu borg en innblástur fatalínunnar var fenginn frá kínverskum antíkmunum sem sjálf Gabrielle Chanel safnaði. Fatalínan var tileinkuð

...