Fjögur tilboð bárust í gerð landfyllinga og sjóvarna vegna nýbyggingar brúarinnar Öldu yfir Fossvog. Verkið er hluti af 1. lotu borgarlínu og uppbyggingu fyrir þróunarsvæði í Skerjafirði. Tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni 6
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Fjögur tilboð bárust í gerð landfyllinga og sjóvarna vegna nýbyggingar brúarinnar Öldu yfir Fossvog.
Verkið er hluti af 1. lotu borgarlínu og uppbyggingu fyrir þróunarsvæði í Skerjafirði. Tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni 6. nóvember sl.
Grafa og grjót ehf., Hafnarfirði, átti lægsta tilboðið eða krónur 892.359.500. Er það 390 milljónum lægra en áætlaður verktakakostnaður sem var krónur 1.282.627.290. Er tilboðið tæplega 70% af kostnaðaráætlun.
Suðurverk hf. og Loftorka Reykjavík ehf. buðu krónur 1.030.451.726, Ístak hf., Mosfellsbæ, krónur 1.091.857.482 og Íslenskir aðalverktakar hf., Reykjavík, krónur 1.292.618.241.
...