Áhugi Samkeppniseftirlitsins á sjávarútveginum er afar undarlegur

Í fróðlegu sérblaði Morgunblaðsins um sjávarútveg, 200 mílur, sem kom út á þriðjudag var meðal annars sagt frá nýrri greiningu ráðgjafarfyrirtækisins Arev um samþjöppun á markaði fyrir aflaheimildir. Þessi greining er sérstaklega athyglisverð í því ljósi að Samkeppniseftirlitið hefur haft mikinn áhuga á samþjöppun í greininni og teygt sig mjög langt í þeim efnum, svo að alls hófs sé gætt í orðavali um þann áhuga.

Greining Arevs styðst meðal annars við svokallaðan Herfindahl-Hirschman-stuðul, HHI, sem Samkeppniseftirlitið sjálft telur að sé „ein áreiðanlegasta vísbendingin um hve mikil samþjöppun á markaði er,“ eins og segir á vef þess.

Gildi þessa stuðuls benda til að samþjöppun sé lítil í sjávarútvegi en teljist þó í meðallagi í einstökum tegundum þar sem stærðarhagkvæmnin sé mikilvægust.

...