Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Við finnum að fólk virðist almennt vera að draga úr neyslu á jólunum. Fólk er orðið svolítið gagnrýnið á ofgnóttina og horfir frekar til gamla tímans og einfaldleikans. Þjóðminjasafnið selur til dæmis gamaldags spýtujólatré og við heyrum fólk segja sem kemur á jólasýninguna hér til okkar að það væri nú alveg til í að vera með slík jólatré, með öðrum orðum halda auðmjúk jól. Nú er fólk líka orðið meðvitaðra um að halda til haga jólapappír utan af jólagjöfum og endurnýta næstu jól,“ segja þær Linda Ásdísardóttir og Ragnhildur Elísabet Sigfúsdóttir, safnverðir á Byggðasafni Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka. Þar taka þær vel á móti blaðamanni og leiða um jólasýninguna sem þær hafa sett upp.
„Gömlu jólatrén sem safnið á eru ævinlega aðalatriðið á
...