Ljóð Rifsberjadalurinn ★★★★· Eftir Ásdísi Óladóttur. Veröld, 2024. Harðspjalda, 62 bls.
Bækur
Einar Falur
Ingólfsson
Í ljóðinu „Á jaðrinum“ kastar ljóðmælandinn smáflugu í hyl og eftir að hafa beðið átekta koma tökurnar, „og ég dreg / drauma mína / einn af öðrum / gegn um vatnsskorpuna“. Það er svo sannarlega draumur veiðimanns að landa þannig hverjum fiskinum á fætur öðrum en spurning hvernig nýveiddir draumarnir í vel mótuðu ljóðinu hafa verið þarna á jaðrinum. Röddin í ljóðunum er hófstillt en liggur samt mikið á hjarta, eins og í „Samtali“ sem er síðasta ljóð bókarinnar, en þar má finna fyrir knýjandi og sárri þörf fyrir að tengjast og tala við aðra „nú-na / nú-na“, sem er leiðarstef ljóðmælandans í heimi sem hann segir „margklofinn“ en þar fæðast orðin jafn hratt „og þau falla / á beinhvít blöð, / vot
...