„Skúli hefur fest sig í sessi. Hann er ekki bara craft-bar og maður þarf ekki að vera bjórsérfræðingur til að mæta. Hér er góð stemning og við leggjum mikið upp úr að vinir og fjölskyldur njóti sín saman,“ segir Björn Árnason, veitingamaður á Skúla Craft Bar við Aðalstræti í Reykjavík
Skál! Björn Árnason mætti á opnunarkvöld Skúla árið 2014 og hefur verið viðriðinn reksturinn frá árinu 2016.
Skál! Björn Árnason mætti á opnunarkvöld Skúla árið 2014 og hefur verið viðriðinn reksturinn frá árinu 2016. — Morgunblaðið/Eggert

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

„Skúli hefur fest sig í sessi. Hann er ekki bara craft-bar og maður þarf ekki að vera bjórsérfræðingur til að mæta. Hér er góð stemning og við leggjum mikið upp úr að vinir og fjölskyldur njóti sín saman,“ segir Björn Árnason, veitingamaður á Skúla Craft Bar við Aðalstræti í Reykjavík.

Tíu ár eru nú liðin síðan staðurinn var opnaður. Ekki er algengt að barir lifi svo lengi í óbreyttri mynd í miðborg Reykjavíkur en Skúli hefur frá upphafi gengið að föstum kúnnahóp og verið mörgum sem vin í eyðimörk

...