Snæfríður Sól Jórunnardóttir tvíbætti Íslandsmet sitt í 100 metra skriðsundi á heimsmeistaramótinu í 25 metra laug í Búdapest í gær. Snæfríður keppti í undanrásum í gærmorgun og náði þá ellefta besta tímanum af 79 keppendum, synti á 52,77 sekúndum,…
Snæfríður Sól Jórunnardóttir tvíbætti Íslandsmet sitt í 100 metra skriðsundi á heimsmeistaramótinu í 25 metra laug í Búdapest í gær.
Snæfríður keppti í undanrásum í gærmorgun og náði þá ellefta besta tímanum af 79 keppendum, synti á 52,77 sekúndum, en fyrra Íslandsmet hennar í greininni var 53,13 sekúndur.
Hún keppti síðan í undanúrslitunum seinnipartinn í gær. Þar gerði hún enn betur, synti á 52,68 sekúndum, og sló því tæplega níu klukkutíma gamalt met sitt um 9/100 úr sekúndu.
Snæfríður hafnaði í þrettánda sæti í undanúrslitunum en átta bestu komust í úrslitasundið sem fer fram í dag. Til þess að komast þangað hefði Snæfríður þurft að synda á 52,30 sekúndum.
Seinni grein hennar
...