Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Ekkert lát er á vinsældum hlaðvarpa hér á landi. Framboð efnis virðist nær endalaust og efnistökin eru af öllum toga. Hlaðvörpin sköpuðu sér fastan sess í tilveru margra í kórónuveirufaraldrinum og fæstir hafa litið til baka síðan. Nú blása þó aðrir vindar um héruð en fyrir fjórum árum. Þá voru löng og ítarleg viðtöl heitasta heitt í hlaðvarpsheimum – og þau njóta vissulega enn vinsælda – en vinsælasta formið í dag virðist vera spjall um málefni líðandi stundar. Pólitík og fólk sem áberandi er í umræðunni. Áhugavert er að sjá að vinsælustu hlaðvarpsstjórnendur smala hjörð sinni saman án mikillar fyrirhafnar og halda skemmtikvöld.
„Við munum halda áfram meðan þetta er gaman og ný þáttaröð byrjar á nýársdag. Ein ástæða fyrir því að fólk hlustar er
...