Víkingur úr Reykjavík mætir sænska liðinu Djurgården í fimmtu umferð af sex í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta á Kópavogsvelli klukkan 13 í dag. Víkingur er í 14. sæti deildarinnar með sjö stig eftir fjóra leiki
Sambandsdeildin Gísli Gottskálk Þórðarson með boltann gegn bosníska liðinu Borac Banja Luka í síðasta heimaleik Víkinga í Sambandsdeildinni.
Sambandsdeildin Gísli Gottskálk Þórðarson með boltann gegn bosníska liðinu Borac Banja Luka í síðasta heimaleik Víkinga í Sambandsdeildinni. — Morgunblaðið/Eggert

Sambandsdeild

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Víkingur úr Reykjavík mætir sænska liðinu Djurgården í fimmtu umferð af sex í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta á Kópavogsvelli klukkan 13 í dag. Víkingur er í 14. sæti deildarinnar með sjö stig eftir fjóra leiki. Djurgården er einnig með sjö stig en ögn betri markatölu og því í 12. sæti.

Sigurliðið í leiknum er öruggt með sæti í umspili um sæti í 16-liða úrslitum og á enn möguleika á að ná einu af átta efstu sætunum og fara beint í 16-liða úrslit. Átta efstu liðin fara í 16-liða úrslit og liðin í 9.-24. sæti fara í umspil.

Fjórir leikir í röð án taps

Víkingur fékk skell á útivelli gegn Omonia frá Kýpur í fyrstu umferð, 4:0, en svaraði

...