Kristín Heiða Kristinsdóttir
Ég elska næstum allt sem Danir senda frá sér á ljósvakamiðla, hvort sem það eru þáttaraðir eða kvikmyndir. Þeir eru bara með’etta Danirnir, ná oftast að vera manneskjulegir og skapa trúverðugar persónur á skjánum, fyrir nú utan húmorinn góða. Í lok nóvember fóru af stað á RÚV danskir spennuþættir, Graverne, eða Undir yfirborðið eins og því var snarað á íslensku. Þar segir af hópi rannsóknarblaðamanna sem starfa við farsælan fréttaskýringaþátt í sjónvarpi. Þegar ritstjóranum Liv berst nafnlaus ábending fara hjólin að snúast og fyrr en varir flækjast hún og teymi hennar inn í efstu lög danskra stjórnvalda. Án þess að spilla of mikið fyrir þeim sem eftir eiga að horfa snýst ábendingin um að undir fangelsi í Danmörku sé falið annað fangelsi og mannréttindi brotin á föngum
...