— Morgunblaðið/Karítas

„Að setja upp útiseríu með fallegum og skærum jólaljósum er eitt af skylduverkum mínum á heimilinu. Karlarnir sinna þessu oftast og ekkert nema gott um slíkt að segja,“ segir Bjarni Arason, hótelstjóri, söngvari og útvarpsmaður.

„En merkileg er annars sú tilfinning að mér finnst ég varla vera búinn að taka þetta skraut niður þegar ellefu mánuðir eru liðnir og taka þarf aftur sama hring. Ef til vill er þetta hluti af þeirri tilfinningu sem flestir fá með aldrinum; að eftir því sem árum fjölgi líði tíminn hraðar. Sjálfur er ég orðinn 53 ára og finnst ævi mín nú bókstaflega þjóta áfram. Þetta er annað en var þegar ég var að alast upp vestur á Ísafirði fyrir fimmtíu árum eða svo. Þá silaðist tíminn áfram og allt var svo saklaust. Frá þessum tíma kemur upp í hugann mynd af því þegar mamma var að baka smákökur, góður ilmur lá í loftinu og við krakkarnir að skottast í

...