Þuríður Anna Steingrímsdóttir fæddist í Reykholti í Borgarfirði 28. júlí 1943. Hún lést í návist nánustu ástvina sinna á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 30. nóvember 2024.

Foreldrar Þuríðar voru Ásta Dagmar Jónasdóttir úr Reykjavík, f. 1924, d. 2001, og Steingrímur Þórisson frá Reykholti, f. 1923, d. 2002. Þau bjuggu í Reykjavík og þar gekk Þuríður í Austurbæjarskólann við Barónsstíg.

Alsystkin Þuríðar eru Guðrún Björg, fædd 1944, Þórir, fæddur 1947, Stefán, fæddur 1950, og stúlkubarn fætt í desember 1951, en lést í janúar 1952.

Hálfsystkin sammæðra, Ólöf, fædd 1959, og Þorlákur, fæddur 1964, börn Guðbrands Þorlákssonar. Hálfsystkin samfeðra, börn Steingríms og Sigríðar Jónsdóttur, Jón Hólmar, fæddur 1960, og Bergur Þór, fæddur 1961. Fyrir átti Sigríður dótturina Margréti B.

...