Eyrún Ingadóttir, rithöfundur og sagnfræðingur, skellti sér í dáleiðslu í þeirri von að lækka forgjöfina á golfvöllum landsins. Úr varð að hún sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók og golfíþróttin er grunnurinn að yrkisefninu
Golf Eyrún Ingadóttir, rithöfundur og skáld, nýtir inniaðstöðuna.
Golf Eyrún Ingadóttir, rithöfundur og skáld, nýtir inniaðstöðuna. — Morgunblaðið/Eggert

Kristján Jónsson

kris@mbl.is

Eyrún Ingadóttir, rithöfundur og sagnfræðingur, skellti sér í dáleiðslu í þeirri von að lækka forgjöfina á golfvöllum landsins. Úr varð að hún sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók og golfíþróttin er grunnurinn að yrkisefninu. Heitir bókin Upphafshögg – Ljóð um listina að spila golf.

„Ég hitti kunningjakonu mína á skemmtun þegar ég var nýlega byrjuð í golfi en hún er dáleiðari. Hún hafði séð myndir af mér á golfvellinum og sagði mér að margir golfarar kæmu til hennar í dáleiðslu til að laga forgjöfina. Ég ákvað að skella mér í dáleiðslu,“ segir Eyrún og í leiðinni hafi hún ákveðið að taka á því sem hún kallar hina minnimáttarkenndina í lífinu.

„Það sneri að því að ég gat varla sýnt nokkrum manni ljóðin sem ég

...