Sundfólkið Sonja Sigurðardóttir og Róbert Ísak Jónsson eru íþróttafólk ársins 2024 hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Tilkynnt var um kjörið á Grand Hótel í gær. Sonja vann til verðlaunanna í fimmta sinn og Róbert Ísak í þriðja sinn
Íþróttafólk ársins Sundfólkið Róbert Ísak Jónsson og Sonja Sigurðardóttir hæstánægð með verðlaunagripi sína á Grand Hótel í gær.
Íþróttafólk ársins Sundfólkið Róbert Ísak Jónsson og Sonja Sigurðardóttir hæstánægð með verðlaunagripi sína á Grand Hótel í gær. — Morgunblaðið/Karítas

Best 2024

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

Sundfólkið Sonja Sigurðardóttir og Róbert Ísak Jónsson eru íþróttafólk ársins 2024 hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Tilkynnt var um kjörið á Grand Hótel í gær. Sonja vann til verðlaunanna í fimmta sinn og Róbert Ísak í þriðja sinn.

Sonja, sem er 34 ára, er íþróttakona ársins annað árið í röð. Hún var fyrst kjörin árið 2008 og aftur ári síðar, svo árið 2016, þá árið 2023 og aftur nú í ár.

Sonja setti alls 11 Íslandsmet á árinu í flokki S3, þar af voru sex í 25 metra laug og fimm í 50 metra laug. Hún tók þátt á tveimur stórmótum á árinu 2024, á Evrópumeistaramóti IPC og Paralympics í París.

„Tilfinningin er mjög góð. Hún

...