Kjartan Magnússon
Nýsamþykkt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025 sýnir að meirihluti Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar hefur ekki tök á fjármálum borgarinnar. Reksturinn er ósjálfbær og skuldavandinn mikill. Samt ætlar vinstri meirihlutinn að halda áfram að safna skuldum. Er áætlað að skuldir samstæðu borgarinnar muni hækka um 31 milljarð króna á næsta ári og að þær verði orðnar um 558 milljarðar í árslok 2025.
Ljóst er að grípa þarf til alvöru aðgerða í því skyni að stemma stigu við ósjálfbærum rekstri Reykjavíkurborgar og stöðva skuldasöfnun. Til þess þarf að endurskoða allan rekstur hennar og ráðast í víðtækan sparnað og hagræðingu.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram sautján breytingartillögur við frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2025. Allar
...