Elín Hall hefur verið valin í Shooting Stars-hópinn árið 2025. Í tilkynningu frá Kvikmyndamiðstöð Íslands kemur fram að á hverju ári velji samtökin European Film Promotion (EFP) tíu efnilega leikara og leikkonur, úr hópi aðildarlanda samtakanna, sem …
Elín Hall hefur verið valin í Shooting Stars-hópinn árið 2025. Í tilkynningu frá Kvikmyndamiðstöð Íslands kemur fram að á hverju ári velji samtökin European Film Promotion (EFP) tíu efnilega leikara og leikkonur, úr hópi aðildarlanda samtakanna, sem hafa vakið sérstaka athygli í heimalandi sínu og á alþjóðavettvangi. Hópurinn verður kynntur sérstaklega á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín sem fer fram 13.-23. febrúar 2025. Elín Hall hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína í Ljósbroti, en meðal fyrri mynda hennar eru Lof mér að falla og Kuldi. Hún fer með eitt af aðalhlutverkunum í væntanlegri þáttaröð um Vigdísi forseta og kvikmyndinni It All Comes With the Cold Water sem er væntanleg á næsta ári.