Luigi Mangione, sem grunaður er um morðið á framkvæmdastjóranum Brian Thompson, hefur lýst yfir sakleysi sínu og hyggst berjast gegn framsalskröfu New York-ríkis að sögn verjanda hans. Verjandinn Thomas Dickey sagði í gær að hann hefði engin…
Luigi Mangione, sem grunaður er um morðið á framkvæmdastjóranum Brian Thompson, hefur lýst yfir sakleysi sínu og hyggst berjast gegn framsalskröfu New York-ríkis að sögn verjanda hans.
Verjandinn Thomas Dickey sagði í gær að hann hefði engin sönnunargögn séð sem bentu til þess að Mangione hefði skotið Thompson til bana, en hann var handtekinn í bænum Altoona í Pennsylvaníu-ríki á mánudaginn.
Verjendur Mangiones hafa nú tvær vikur til þess að leggja fram gögn máli sínu til stuðnings og koma í veg fyrir framsalið frá Pennsylvaníu til New York.
Fjölmiðlar vestanhafs greindu frá því í gær að handskrifað ávarp hefði fundist í fórum Mangiones þar sem hann fór hörðum orðum um bandaríska sjúkratryggingakerfið.