Guðrún Einarsdóttir opnar myndlistarsýningu sína Friðland í Galleríi Gróttu á Eiðistorgi í dag kl. 17. „Verkin á sýningunni eru unnin á undanförnum þremur árum og eru úr myndröðinni Efnislandslag sem Guðrún hefur unnið að frá 2009
Guðrún Einarsdóttir
Guðrún Einarsdóttir

Guðrún Einarsdóttir opnar myndlistarsýningu sína Friðland í Galleríi Gróttu á Eiðistorgi í dag kl. 17. „Verkin á sýningunni eru unnin á undanförnum þremur árum og eru úr myndröðinni Efnislandslag sem Guðrún hefur unnið að frá 2009. Rík efniskennd og áferð einkenna verk Guðrúnar frá upphafi ferils,“ segir í tilkynningu. Sýningin, sem stendur til 12. janúar 2025, er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 10-18.30, föstudaga kl. 10-17 og laugardaga kl. 10-14.