Enska knattspyrnufélagið Stockport County hefur komist að samkomulagi við KR um kaup á framherjanum efnilega Benoný Breka Andréssyni. Benoný, sem er 19 ára gamall og varð markakóngur Bestu deildar karla 2024 þegar hann sló markamet deildarinnar með því að skora 21 mark fyrir KR, gengur formlega til liðs við félagið um áramótin þegar félagaskiptaglugginn á Englandi verður opnaður. Hann þarf auk þess að fá alþjóðleg félagaskipti og atvinnuleyfi á Bretlandseyjum. Stockport er nýliði í ensku C-deildinni en er þar í fimmta sæti og hefur sett stefnuna á að vinna sér sæti í B-deildinni.
Amalía Ósk Sigurðardóttir keppti á heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum í Barein í gær. Hún hafnaði í 37. sæti af 44 keppendum í -64 kg flokki kvenna, snaraði 80 kílóum og jafnhenti 100 kíló og var því samtals með 180 kíló.
...