Arnar Eggert Thoroddsen, aðjunkt í félagsfræði við Háskóla Íslands og umsjónarmaður grunnnáms í fjölmiðlafræði, segir að áhugavert hafi verið að fylgjast með þróun hlaðvarpa hér á landi síðustu ár. Fyrir nokkrum árum hafi valdið færst frá…
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Arnar Eggert Thoroddsen, aðjunkt í félagsfræði við Háskóla Íslands og umsjónarmaður grunnnáms í fjölmiðlafræði, segir að áhugavert hafi verið að fylgjast með þróun hlaðvarpa hér á landi síðustu ár. Fyrir nokkrum árum hafi valdið færst frá hefðbundnum miðlum yfir til „Jóa hversdags“, hver sem er hafi allt í einu getað sest niður og kokkað upp eitthvað skemmtilegt.
„Milliliðurinn var köttaður út, valdið var komið til fólksins,“ segir hann og bætir við að erfitt sé að útskýra af hverju svo ótrúlegur fjöldi hlaðvarpa hafi skotið upp kollinum hér á landi.
Þessi viðbót sem orðið hefur á síðustu misserum að stjórnendur hlaðvarpa haldi skemmtikvöld og fylli heilu samkomusalina er sömuleiðis áhugaverð að
...