Nú fer hvert sveitarfélagið á fætur öðru að verða kappklætt í jólasparifötin, enda aðeins 12 dagar þar til aðfangadagur gengur í garð.
Þessir starfsmenn borgarinnar unnu hörðum höndum við að koma upp jólatré, ljósum og skrauti á Óðinstorgi í Reykjavík, íbúum og gestum til mikillar ánægju. Skrautið færir birtu inn í lífið, enda virðist jólasnjórinn ætla að láta bíða eftir sér, í það minnsta um sinn.
Stekkjarstaur kom til byggða í nótt og fyllti skó og stígvél hjá yngri kynslóðinni, sem vonandi hefur ekki gleymt að setja skóinn út í glugga. Og vonandi hefur sveinki ekki gleymt mörgum skóm.