Hljómsveitin CYBER sendi í haust frá sér breiðskífuna SAD :’( og lýsir henni á þann veg að farið sé í „hljóðbylgjuleiðangur um reynsluheim hljómsveitarmeðlimanna á unglingsárum“
Dúett CYBER er tvíeyki, skipað þeim Sölku Valsdóttur og Jóhönnu Rakel sem kalla sig neonme og Joe.
Dúett CYBER er tvíeyki, skipað þeim Sölku Valsdóttur og Jóhönnu Rakel sem kalla sig neonme og Joe. — Ljósmynd/Ágústa Ýr og Blair Alexander

Helgi Snær Sigurðsson

helgisnaer@mbl.is

Hljómsveitin CYBER sendi í haust frá sér breiðskífuna SAD :’( og lýsir henni á þann veg að farið sé í „hljóðbylgjuleiðangur um reynsluheim hljómsveitarmeðlimanna á unglingsárum“. Og nú er komið að því að fagna skífunni með útgáfutónleikum sem haldnir verða í marvöðu (m-ið á að vera lítið) föstudaginn 13. desember kl. 19 en marvaða er nýtt viðburða- og upptökurými á Fiskislóð í Reykjavík. Hljómsveitin Amor Vincit Omnia sér um að hita gesti upp og Dj. Mellí mun þeyta skífum.

CYBER var stofnuð árið 2012 sem „þrassmetal/diskó-fyrirbæri“, eins og segir á miðasöluvefnum tix.is og var þá sem nú tilraunakennt raftónlistarverkefni. Er það nú tvíeyki skipað Sölku Valsdóttur sem kallar sig neonme og Jóhönnu Rakel sem gengur

...