Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Hljómsveitin CYBER sendi í haust frá sér breiðskífuna SAD :’( og lýsir henni á þann veg að farið sé í „hljóðbylgjuleiðangur um reynsluheim hljómsveitarmeðlimanna á unglingsárum“. Og nú er komið að því að fagna skífunni með útgáfutónleikum sem haldnir verða í marvöðu (m-ið á að vera lítið) föstudaginn 13. desember kl. 19 en marvaða er nýtt viðburða- og upptökurými á Fiskislóð í Reykjavík. Hljómsveitin Amor Vincit Omnia sér um að hita gesti upp og Dj. Mellí mun þeyta skífum.
CYBER var stofnuð árið 2012 sem „þrassmetal/diskó-fyrirbæri“, eins og segir á miðasöluvefnum tix.is og var þá sem nú tilraunakennt raftónlistarverkefni. Er það nú tvíeyki skipað Sölku Valsdóttur sem kallar sig neonme og Jóhönnu Rakel sem gengur
...