Eru Víkingar virkilega á leið í umspil Sambandsdeildarinnar í fótbolta í febrúar? Eins og staðan er fyrir leikinn gegn Svíunum í Djurgården á Kópavogsvelli í dag eru líkurnar bara þokkalega góðar. Eitt stig gegn Djurgården í dag myndi nánast…
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Eru Víkingar virkilega á leið í umspil Sambandsdeildarinnar í fótbolta í febrúar?
Eins og staðan er fyrir leikinn gegn Svíunum í Djurgården á Kópavogsvelli í dag eru líkurnar bara þokkalega góðar.
Eitt stig gegn Djurgården í dag myndi nánast gulltryggja það, og samt er enn einn leikur eftir, og þá gætu Víkingar byrjað næsta keppnisár á leikjum við lið á borð við Chelsea eða Fiorentina.
Einu leikir Djurgården gegn íslensku liði í Evrópukeppni eru eftirminnilegir, enda sá ég þá báða, á Laugardalsvellinum og í Stokkhólmi.
Framarar gerðu sér lítið fyrir árið 1990 og sigruðu Djurgården sannfærandi, 3:0, í fyrstu umferð Evrópukeppni bikarhafa
...