Kristinn M. Óskarsson
„Sandurinn er frá Gróttu alla leiðina út að Höfn!“ sagði maður einn við mig þá er ég lýsti yfir áhyggjum mínum varðandi hugmynd þýska fyrirtækisins Heidelberg Cement Pozzolanie Materials að taka sandinn við suðvesturströnd Íslands fyrirtækinu til nýtni. Sem sagt: viðkomandi taldi að það væri svo mikið af þessum sandi að ekki myndi saka að moka honum upp og nýta hann til einhvers sem varið er í. Sandurinn væri lífvana svæði eins og Sprengisandurinn á hálendi Íslands. Lífvana eyðimörk.
Vissulega er suðurströnd Íslands með mikið af sandi en þar eru líka mestu hrygningarstöðvar nytjafiska við Ísland og þar fylgir að fiskarnir hrygna á grunnsævi; akkúrat þar sem umrætt fyrirtæki vill komast með skip sín með vélabúnaði sem getur sogið upp sandinn. Persónulega hef ég séð, í á annað hundrað kafana á lífsleiðinni, að hrygning
...