Grjóthörð sérhagsmunagæsla örfárra eigenda innflutningsfyrirtækja er komin út fyrir öll mörk.

Reimar Marteinsson

Í gær birtist Ólafur Stephensen, talsmaður Félags atvinnurekenda (þ.e. hagsmunasamtök innflytjenda og heildsala), enn eina ferðina í fjölmiðlum með gífuryrði og nú einnig ásakanir um lögbrot innlendra afurðafyrirtækja í landbúnaði. Hélt hann því fram að með þátttöku innlendra afurðafyrirtækja í opnu útboði tollkvóta fyrir landbúnaðarvörur væru fyrirtækin að stunda samkeppnishindranir. Telur hann því best að útiloka þessi fyrirtæki frá útboði og þar með minnka samkeppni við önnur fyrirtæki sem stunda innflutning (félagsmenn FA) um tollkvóta, sem eru takmörkuð gæði. Slík aðgerð væri reyndar skólabókardæmi um samkeppnishindranir.

Sérhagsmunagæsla Félags atvinnurekenda

Það er merkilegt að sjá svona málflutning fá pláss í fjölmiðlum gagnrýnilaust. Það er rétt sem Ólafur segir að innlend framleiðendafyrirtæki

...