Gerðarsafn Parabóla ★★★★· Finnbogi Pétursson sýnir. Sýningarstjórar: Brynja Sveinsdóttir og Hallgerður Hallgrímsdóttir. Sýningin er opin alla daga kl. 12-18 og stendur til 13. janúar 2025.
Myndlist
Hlynur
Helgason
Í Gerðarsafni geta áhorfendur nú upplifað rýmisverk eftir Finnboga Pétursson. Verkið, sem ber titilinn „Parabóla“, er innsetning sem byggist á samspili ljóss og hljóðs; það er ný útfærsla á vinnuferli sem Finnbogi hefur fylgt á hartnær öllum ferli sínum síðustu fjóra áratugi, þar sem bylgjuhreyfing í vatni skapar fjölbreytt áhrif ljóss og skugga umhverfis sig.
Finnbogi vakti fyrst athygli á námsárunum í Myndlista- og handíðaskólanum með þátttöku sinni í gjörningahópnum Bruna BB, þar sem ungir listnemar spiluðu háværa pönktónlist og framkvæmdu blóðuga gjörninga til þess að hneyksla almenna borgara. Hópurinn naut kennslu Magnúsar Pálssonar í nýlistadeild skólans og var undir sterkum áhrifum frá Dieter Roth á
...