Gerðarsafn Parabóla ★★★★· Finnbogi Pétursson sýnir. Sýningarstjórar: Brynja Sveinsdóttir og Hallgerður Hallgrímsdóttir. Sýningin er opin alla daga kl. 12-18 og stendur til 13. janúar 2025.
Ljósbrigði Séð yfir salinn. Verkið kemur þeim sem þekkja vel til ferils Finnboga kunnuglega fyrir sjónir.
Ljósbrigði Séð yfir salinn. Verkið kemur þeim sem þekkja vel til ferils Finnboga kunnuglega fyrir sjónir. — Ljósmyndir/Hlynur Helgason

Myndlist

Hlynur

Helgason

Í Gerðarsafni geta áhorfendur nú upplifað rýmisverk eftir Finnboga Pétursson. Verkið, sem ber titilinn „Parabóla“, er innsetning sem byggist á samspili ljóss og hljóðs; það er ný útfærsla á vinnuferli sem Finnbogi hefur fylgt á hartnær öllum ferli sínum síðustu fjóra áratugi, þar sem bylgjuhreyfing í vatni skapar fjölbreytt áhrif ljóss og skugga umhverfis sig.

Finnbogi vakti fyrst athygli á námsárunum í Myndlista- og handíðaskólanum með þátttöku sinni í gjörningahópnum Bruna BB, þar sem ungir listnemar spiluðu háværa pönktónlist og framkvæmdu blóðuga gjörninga til þess að hneyksla almenna borgara. Hópurinn naut kennslu Magnúsar Pálssonar í nýlistadeild skólans og var undir sterkum áhrifum frá Dieter Roth á

...