Margt brennur á fólki sem starfar innan hins íslenska myndlistarheims ef marka má tvö nýafstaðin málþing (og þá er ekki verið að tala um hinar árlegu deilur um listamannalaun). Til umfjöllunar voru styrkjaumhverfi listasafna annars vegar og staða myndlistarstefnunnar á Íslandi hins vegar
Menning Ingibjörg Jóhannsdóttir lagði ríka áherslu á samfélagslegt mikilvægi myndlistar í erindi sínu.
Menning Ingibjörg Jóhannsdóttir lagði ríka áherslu á samfélagslegt mikilvægi myndlistar í erindi sínu. — Ljósmyndir/María Margrét Jóhannsdóttir

Af myndlist

María Margrét Jóhannsdóttir

mariamargret@mbl.is

Margt brennur á fólki sem starfar innan hins íslenska myndlistarheims ef marka má tvö nýafstaðin málþing (og þá er ekki verið að tala um hinar árlegu deilur um listamannalaun). Til umfjöllunar voru styrkjaumhverfi listasafna annars vegar og staða myndlistarstefnunnar á Íslandi hins vegar. Engum ætti að koma á óvart að samkomulag ríkti á hvorum tveggja vígstöðvum að framlag til þessara mála væri yfirhöfuð of lítið, styrkir væru of fáir og upphæðirnar of lágar. Burtséð frá því þá komu fram mörg áhugaverð sjónarmið sem skoða mætti betur til þess að hlúa að heilbrigðara starfsumhverfi listanna.

Á ráðstefnu menningarráðuneytis og Myndlistarmiðstöðvar á mánudag var fjallað um stöðu myndlistarstefnu á Íslandi sem sett

...