Lilja Jónsdóttir frá Djúpavík fæddist 6. ágúst 1930 á Gjögri. Hún lést á Landakoti 29. nóvember 2024.

Foreldrar hennar voru Jón Magnússon, f. 1886, d. 1946, sjómaður á Gjögri í Árneshreppi, og Bjarnveig Friðriksdóttir, f. 1897, d. 1976, húsmóðir og verkakona. Þau eignuðust 12 börn sem öll komust til manns, sex eru enn á lífi. Börnin eru: Fjóla, f. 1918, d. 2007, Magnús, f. 1920, d. 2004, Ingimar, f. 1922, d. 2016, Guðbjörn, f. 1926, d. 2013, Margrét, f. 1928, d. 2007, Kristín, f. 1932, Guðrún, f. 1933, Gísli, f. 1935, Guðríður, f. 1936, Ingibjörg, f. 1938, og Guðmundur Þ., f. 1939. Jón og Bjarnveig reistu sér hús á Gjögri er þau nefndu Fögrubrekku.

Lilja giftist 20. maí 1950 Páli Kristbirni Sæmundssyni, f. 9. júní 1924, d. 1997, frá Kambi í Árneshreppi. Foreldrar hans voru Sæmundur Guðbrandsson, f. 1889, d. 1938, og Kristín Jónsdóttir, f. 1892,

...