Víkingar gætu í dag komist í umspil Sambandsdeildar karla í fótbolta þegar þeir taka á móti Djurgården frá Svíþjóð á Kópavogsvellinum klukkan 13. Uppselt er á viðureign liðanna sem eru jöfn að stigum í 12. og 14. sæti af 36 liðum í deildinni þegar tvær umferðir eru eftir en 24 efstu liðin komast í útsláttarkeppnina eftir áramótin. Sigur í dag myndi nánast gulltryggja Víkingum sæti þar. » 73