Sjöfn Þórðardóttir
sjofn@mbl.is
Saltið á sér áralanga sögu en það varð til fyrir hálfgerða slysni, að sögn Völundar. „Ég er heillaður af þara og hversu magnaður hann er. Bæði næringarlega og bragðlega séð. Fyrir nokkrum árum lagðist ég í mikla rannsóknarvinnu og í samstarfi við erlendan háskóla lét ég efnagreina og rannsaka tugi þarategunda sem finnast við strendur Íslands. Í framhaldinu var þróuð þarablanda sem er algjörlega einstök í sinni röð og hefur verið í sölu bæði hér á landi og erlendis undir merkjum Algarum og Iceland Organic,“ en þarahylki Völundar hafa notið mikilla vinsælda hér á landi enda lífrænt vottuð hágæðavara.
Bragðið verður dýpra
„Meðan á þessu stóð var ég alltaf að prófa mig áfram með mismunandi þarategundir í eldhúsinu og ég endaði á að blanda þaranum
...