Dagmál Ingunn Ásdísardóttir í myndveri Morgunblaðsins.
Dagmál Ingunn Ásdísardóttir í myndveri Morgunblaðsins.

Jötnar koma víða við sögu í norrænum goðsögum kvæðaheimildanna, jötunpersónur eru fleiri þar en nafngreindir æsir, einkenni þeirra og eiginleikar eru fleiri og fjölbreyttari og eðli þeirra og hlutverk áhrifameira.

Í Dagmálum Morgunblaðsins segir Ingunn Ásdísardóttir frá bók sinni Jötnar hundvísir, en í henni dregur hún upp nýja mynd af hlutverki og eðli jötna og byggir á könnun sinni á elstu heimildum um jötna og jötnameyjar. Hún nefnir meðal annars að jötnar tengist sköpun heimsins, búi yfir þekkingu á rúnagaldri og vitneskju um upphaf hans og örlög og eins að jötnameyjar séu undurfríðar. Hennar kenning er sú að ímynd jötna byggist á mun eldri jarðar- og náttúrutrú sem hafi verið ríkjandi á norðurslóðum áður en ásatrú barst norður.