Borgarleikhúsið hefur tryggt sér sýningarréttinn á nýrri útfærslu Nordiska Production á söngleiknum Moulin Rouge! sem frumsýndur verður í leikstjórn Brynhildar Guðjónsdóttur á Stóra sviðinu í september 2025
Brynhildur Guðjónsdóttir
Brynhildur Guðjónsdóttir

Borgarleikhúsið hefur tryggt sér sýningarréttinn á nýrri útfærslu Nordiska Production á söngleiknum Moulin Rouge! sem frumsýndur verður í leikstjórn Brynhildar Guðjónsdóttur á Stóra sviðinu í september 2025. Söngleikurinn byggist á samnefndri Óskarsverðlaunamynd frá 2001. „Árið 2018 leit söngleikurinn dagsins ljós í Boston og ári síðar var hann frumsýndur á Broadway þar sem hann gengur enn fyrir fullu húsi. Sýningin hlaut tíu Tony-verðlaun, m.a. sem besti söngleikurinn, fyrir leikstjórn, kóreógrafíu og tónlistarútsetningu,“ segir í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu.

„Við erum búin að vinna lengi að því að tryggja okkur titilinn og nú hefst undirbúningurinn fyrir alvöru. Það fer óneitanlega fiðringur um leikstjórann að vera að stíga inn í heim Rauðu myllunnar sem Baz Luhrmann gerði ódauðlega í rómaðri kvikmynd sinni. Eldheit ástarsaga, stórkostleg tónlist og gildi bóhemanna ofar öllu: frelsi, fegurð, sannleikur, ást. Það gerist

...