Barry Flannery, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs SMBC Aviation Capital, flutti ávarp þegar Airbus afhenti Icelandair fyrstu þotuna í Hamborg í síðustu viku, líkt og sagt var frá í ViðskiptaMogganum í gær. Þar kom fram að SMBC Aviation Capital, sem er umsvifamikið í flugvélaleigu, leigi Icelandair fyrstu Airbus-þotuna.

Þær upplýsingar fengust frá Icelandair að Airbus-vélarnar sem koma í rekstur á næstu tveimur árum verði allar leiguvélar, þar af nokkrar frá SMBC Aviation Capital. Til viðbótar sé Icelandair með pöntun beint frá Airbus á allt að 25 flugvélum frá og með árinu 2029 en með hvaða hætti þær verði fjármagnaðar liggi ekki fyrir á þessum tímapunkti.

Til lengri tíma stefni Icelandair á að um það bil helmingur flotans verði leiguvélar. Icelandair sé með eina 737 MAX-vél á leigu frá SMBC nú þegar en hafi á fyrri árum

...