Forstjóri Bogi Nils Bogason segir Airbus-vélarnar skapa ýmis tækifæri.
Forstjóri Bogi Nils Bogason segir Airbus-vélarnar skapa ýmis tækifæri. — Morgunblaðið/Eyþór

Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir nýjar Airbus-þotur félagsins munu skapa mikil tækifæri fyrir Ísland, bæði sem tengimiðstöð í flugi og ferðamannaland. Icelandair hafi tryggt sér sjö vélar frá Airbus.

Meðal þeirra er Airbus-þotan Esja sem fulltrúar Airbus afhentu Icelandair í síðustu viku.

„Þessi vél [Esja] getur gert það sama og 757-vélarnar. Þannig að hún leysir 757-vélina af hólmi hvað varðar drægni. Hún er hins vegar mun hagkvæmari í rekstri og sparneytnari. Síðan kemur XLR-þotan í flotann sem getur flogið enn lengra, til dæmis til Kaliforníu, Texas og Dúbaí, og þá getum við þróað leiðakerfið enn frekar,“ segir Bogi Nils.

Rætt er við Boga Nils í blaðinu í dag um tækifærin sem nýju þoturnar skapa fyrir Icelandair. Með

...