Sönghópurinn Olga Vocal Ensemble heldur jólatónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld, fimmtudaginn 12. desember, kl. 20. Hópurinn mun meðal annars flytja efni af plötunni Winter Light sem er jafnframt fyrsta og eina jólaplata hópsins, að því er segir í tilkynningu.
Olga Vocal Ensemble hefur verið starfræktur síðan árið 2012 en hópurinn hélt sína fyrstu tónleika á Íslandi sumarið 2013 og hefur heimsótt Ísland á hverju ári síðan þá, að undanskildu árinu 2020. Hópurinn er skipaður Hollendingunum Jonathan Ploeg og Arjan Lienaerts, Englendingnum Matthew Lawrence Smith, rússneska Bandaríkjamanninum Philip Barkhudarov og hinum íslenska Pétri Oddbergi Heimissyni.