Augljós nefnist sýning sem Þórdís Erla Zoëga hefur opnað í safnaðarheimili Neskirkju. „Augljós eru ljósaverk sem sækja innblástur í kirkjuglugga og veita innsýn/útsýn í hið óáþreifanlega og óhlutbundna
Þórdís Erla Zoëga
Þórdís Erla Zoëga

Augljós nefnist sýning sem Þórdís Erla Zoëga hefur opnað í safnaðarheimili Neskirkju. „Augljós eru ljósaverk sem sækja innblástur í kirkjuglugga og veita innsýn/útsýn í hið óáþreifanlega og óhlutbundna. Verkin vinna með sjónræna skynvillu sem hvetur áhorfandann til að skilja við það sem hann veit, líta inn á við og einbeita sér að ljósinu sjálfu og fegurðinni í því,“ segir í viðburðarkynningu, en þar er rifjað upp að kirkjugluggar eru eitt fornasta listform listasögunnar.

Þórdís útskrifaðist með BA-gráðu úr Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam 2012 og diplóma í vefþróun úr Vefskólanum 2017. Hún var útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarnesbæjar 2022 og vann útilistaverkið „Litaveitu“ á hitaveitu Gróttu. Hún vann nýlega samkeppni um gerð útilistaverks fyrir aðalinngang nýja Landspítalans. Sýningin stendur til 20. janúar.

...