Fyrirhugað er að byggja nýja 84 metra langa og tvíbreiða brú yfir Skjálfandafljót á Hringvegi við Fosshól. Brúin er í grennd við Goðafoss, sem er afar fjölsóttur ferðamannastaður. Á seinustu árum hafa verið gerð bílastæði báðum megin…
Baksvið
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Fyrirhugað er að byggja nýja 84 metra langa og tvíbreiða brú yfir Skjálfandafljót á Hringvegi við Fosshól.
Brúin er í grennd við Goðafoss, sem er afar fjölsóttur ferðamannastaður. Á seinustu árum hafa verið gerð bílastæði báðum megin Skjálfandafljóts og lagðir malbikaðir göngustígar frá þeim að öruggum útsýnisstöðum þar sem hægt er að njóta þess að upplifa Goðafoss.
Núverandi brú er einbreið og uppfyllir ekki öryggiskröfur Vegagerðarinnar. Hún var byggð árið 1972 og er 58 metra löng stálbitabrú með steyptu gólfi.
Hún leysti af hólmi enn eldri brú sem byggð var 1930 og er í dag notuð sem göngu- og reiðbrú. Undir henni má
...