Mohammad al-Bashir, forsætisráðherra í hinni nýju bráðabirgðaríkisstjórn Sýrlands, sagði í gær að eitt af sínum fyrstu markmiðum í embætti væri að fá aftur heim þær milljónir Sýrlendinga sem flúðu land vegna borgarastyrjaldarinnar
Latakía Kveikt var í grafreit Hafez Assads, föður Bashars, í gær.
Latakía Kveikt var í grafreit Hafez Assads, föður Bashars, í gær. — AFP/Aaref Watad

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Mohammad al-Bashir, forsætisráðherra í hinni nýju bráðabirgðaríkisstjórn Sýrlands, sagði í gær að eitt af sínum fyrstu markmiðum í embætti væri að fá aftur heim þær milljónir Sýrlendinga sem flúðu land vegna borgarastyrjaldarinnar.

„Mannauðurinn og reynsla þeirra mun leyfa landinu að blómstra,“ sagði Bashir í viðtali við ítalska dagblaðið Corriere della Sera. „Þetta er ákall mitt til allra Sýrlendinga í útlöndum: Sýrland er nú frjálst land sem hefur endurheimt stolt sitt og virðingu. Komið aftur. Við verðum að endurreisa landið, endurfæðast og við þurfum aðstoð ykkar allra,“ sagði hann.

Spurningar hafa vaknað um hvað gerist næst í Sýrlandi, ekki síst í ljósi þess að helsti hópur uppreisnarmanna, Hayat

...