Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir nýjar Airbus-þotur félagsins munu skapa mikil tækifæri fyrir Ísland, bæði sem tengimiðstöð í flugi og ferðamannaland. Icelandair hafi tryggt sér sjö vélar frá Airbus
Um borð í Esju Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir nýju Airbus-þoturnar skapa mikil tækifæri.
Um borð í Esju Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir nýju Airbus-þoturnar skapa mikil tækifæri. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Viðtal

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir nýjar Airbus-þotur félagsins munu skapa mikil tækifæri fyrir Ísland, bæði sem tengimiðstöð í flugi og ferðamannaland. Icelandair hafi tryggt sér sjö vélar frá Airbus.

Fjallað var um samstarf Icelandair og Airbus í ViðskiptaMogganum í gær. Þar var meðal annars rætt við Joost van der Heijden, markaðsstjóra hjá Airbus, sem sagði flugumferð í innanlands- og alþjóðaflugi vera orðna meiri en árið 2019, eða meiri en fyrir farsóttina 2020-21. Vegna mikillar eftirspurnar væri Airbus að smíða fleiri flugvélar.

Bogi Nils segir bjart yfir flugheiminum og horfurnar almennt góðar í fluginu. Eftir faraldurinn hafi fólk viljað ferðast, hitta vini

...