Eyrún Ída Guðjónsdóttir og eiginmaður hennar, Marinó Rafn Guðmundsson, fengu einstakt tækifæri til að njóta stórtónleikanna Jingle Bell Ball í O2-höllinni í London um liðna helgi. Ferðin var verðlaun í leik á K100 í samstarfi við ferðaskrifstofuna…
Heppin Eyrún Ída og Marinó nutu lífsins í London um liðna helgi. Þau fóru á ógleymanlega tónleika, borðuðu góðan mat og kynntust borginni.
Heppin Eyrún Ída og Marinó nutu lífsins í London um liðna helgi. Þau fóru á ógleymanlega tónleika, borðuðu góðan mat og kynntust borginni.

Eyrún Ída Guðjónsdóttir og eiginmaður hennar, Marinó Rafn Guðmundsson, fengu einstakt tækifæri til að njóta stórtónleikanna Jingle Bell Ball í O2-höllinni í London um liðna helgi. Ferðin var verðlaun í leik á K100 í samstarfi við ferðaskrifstofuna Tango Travel, og Eyrún sagði upplifunina hafa verið algjörlega ógleymanlega.

„Algjörlega klikkað“ – hápunktur tónleikanna

„Hápunkturinn var klárlega þegar Coldplay og Teddy Swims spiluðu,“ sagði Eyrún í viðtali í morgunþættinum Ísland vaknar. Coldplay flutti meðal annars lagið „Paradise“, og hún lýsti augnablikinu þegar konfettí fyllti loftið í salnum: „Það var allt brjálað. Þetta var algjörlega klikkað.“

Tónleikarnir voru haldnir fyrir fullu húsi, eða um 16.000 áhorfendur. Meðal annarra listamanna sem komu fram á sviðinu voru Ella Henderson, Clean Bandit, Tom Grennan, Perrie og Sigala.

Jólaleg London

...