Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, staðfesti í gær að heimsmeistaramót karla árið 2030 færi fram í sex löndum í þremur heimsálfum og að HM karla árið 2034 færi fram í Sádi-Arabíu. Meginþorri mótsins 2030 fer fram í Marokkó, Portúgal og á Spáni en…
2034 Sádi-Arabar ætla að byggja glæsilega leikvanga fyrir HM.
2034 Sádi-Arabar ætla að byggja glæsilega leikvanga fyrir HM. — AFP/Fayez Nureldine

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, staðfesti í gær að heimsmeistaramót karla árið 2030 færi fram í sex löndum í þremur heimsálfum og að HM karla árið 2034 færi fram í Sádi-Arabíu. Meginþorri mótsins 2030 fer fram í Marokkó, Portúgal og á Spáni en þrír fyrstu leikirnir verða spilaðir í Suður-Ameríku, í Úrúgvæ, Argentínu og Paragvæ. Það er vegna 100 ára afmælis HM sem var haldið í fyrsta skipti árið 1930 í Úrúgvæ.