Tuttugu vörumerki í fjórum flokkum eru tilnefnd sem besta íslenska vörumerkið 2024 hjá vörumerkjastofunni Brandr. Þetta er í fimmta skiptið sem valið fer fram. Tilkynnt verður um þau vörumerki sem hljóta viðurkenningu í sínum flokki þann 5
Viðurkenning Í flokknum fyrirtækjamarkaður eru Alfreð, Dropp, Heimar, Noona og Origo tilnefnd sem besta íslenska vörumerkið 2024.
Viðurkenning Í flokknum fyrirtækjamarkaður eru Alfreð, Dropp, Heimar, Noona og Origo tilnefnd sem besta íslenska vörumerkið 2024.

Þóroddur Bjarnason

tobj@mbl.is

Tuttugu vörumerki í fjórum flokkum eru tilnefnd sem besta íslenska vörumerkið 2024 hjá vörumerkjastofunni Brandr. Þetta er í fimmta skiptið sem valið fer fram. Tilkynnt verður um þau vörumerki sem hljóta viðurkenningu í sínum flokki þann 5. febrúar næstkomandi.

Íris Mjöll Gylfadóttir framkvæmdastjóri Brandr segir í samtali við Morgunblaðið að valið sé með svipuðu sniði og áður. Þó séu fáeinar breytingar. Í fyrsta lagi er ekki tilnefnt í flokknum persónubrandr eins og verið hefur síðustu tvö ár og ekki er verðlaunað fyrir besta alþjóðlega vörumerkið á Íslandi, sem Ikea vann í fyrra.

„Stærsta breytingin í ár er valið á vörumerki vinnustaðar. Þessi nýi flokkur hefur fengið gríðarlega góðar undirtektir enda er

...