Flokkum á Alþingi hefur verið að fjölga og á að spegla lýðræði, sem er misskilningur.
Orsakir þessarar fjölgunar má rekja til fjárstreymis til flokka og verðandi flokka. Það er með það eins og mörg fríðindi, að þingið ákveður þetta sjálft og hefur þarna farið fram úr sér.
Fyrr á árum skeði það vissulega að fram komu einhver sérviskuframboð, lifðu eitt eða tvö kjörtímabil og voru svo horfin. Það var ágæt regla og sparaði þjóðinni peninga.
Nú hefur fjölgunin varað lengur þótt útlitið sé orðið skárra. Við þurfum ekki nema fjóra flokka ef þeir hafa skýra stefnuskrá og vita hvað þeir eru að fara.
Við þurfum ekki flokka sem ryksuga til vinstri eftir atkvæðum einn daginn og hægra megin þann næsta, og þegar búið er að kjósa geta þeir hallað sér
...