Óðni Viðskiptablaðsins líst ekki tiltakanlega vel á yfirvofandi ríkisstjórn. Hann segir glundroða fram undan nái helstu stefnumál flokkanna þriggja fram að ganga og nefnir sérstaklega ESB-mál í því sambandi. Nái Viðreisn því fram muni „þjóðfélagið fara á annan endann um margra mánaða eða ára skeið“. Það er örugglega ekki ofmælt.
Þá telur Óðinn að útreikningar sem Kristrún Frostadóttir bíði eftir úr fjármálaráðuneytinu breyti engu um að skattar verði hækkaðir þó að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hafi ítrekað aftur og aftur að hún mundi ekki taka þátt í slíku.
Í pistlinum er líka vikið að því sem kallað er móðir allra kosningaloforða, en það eru loforð flokks Ingu Sæland. Loforðin feli meðal annars í sér að „hnupla 90 milljörðum úr lífeyrissjóðum landsmanna“ og að „verja 50 milljörðum, sem reyndar kostar
...